top of page

Löggilding ehf þjónusta

Reynslumiklir starfsmenn

IMG_3919.jpg

Starfsemi lögildingar.

Fljót og góð þjónusta!

Hugmyndafræði eiganda fyrirtækisins er að reka prófunarstofu sem býður upp á stuttar boðleiðir. Hafa yfir að ráða starfsfólki sem þekkir vel til búnaðarins og á auðvelt með að sinna þörfum viðskiptavina er varðar löggildingu á mælivogum.

Ásgeir Örn Kristinsson

Framkvæmdastjóri og eigandi.

Kúa og sauðfjárbóndi til margra ára. Söðlaði síðan um og fór að starfa við viðgerðir á vélum og verkstjórn Vél- og rekstrariðnfræðingur með margra ára reynslu í að vinna við rekstur á gæðakerfum. "Við erum öll með eitthvað kerfi í okkar umhverfi", segir Ásgeir, en við erum kanski ekkert dugleg að skrá það niður og rýna það svo markvist. Allur rekstur Löggildingar ehf er byggður á kerfum sem eru skráð niður, rýnd og svo leiðrétt ef þarf. Þetta er lykillinn af því að allir fái sömu þjónustu og að öll möguleg frávik verði skráð og fái rétta umfjöllun.
Ásgeir er líka í björgunarsveit. Þar þarf að fara eftir kerfum og mikil áhersla á að allir fái sömu góðu þjónustuna.

53390422_2038154856282978_81420429340830

Valmundur Árnason

Sérfræðingur í rafmagnsöryggi og eigandi

Ég er faðir, Rafvirkjameistari og bóndi. Búsettur á Vestri Leirágörðum, Leirásveit. Ég hef verið svo heppinn að hafa unnið á stórum og litlum vinnustöðum. Þeir eftirminnilegustu eru án efa RST-Net og Norðurál. Hjá RST-net fékk ég tækifæri að þjónusta, og setja upp nýjan Raforkubúnað við tengivirki og virkanir víða um landið. Hjá Norðurál byrjaði ég á rafmagnsverkstæðinu vann sem almennur rafvirki, en háspennan togaði í mig. Og fékk ég það tækifæri að innleiða fyrirbyggjandi viðhald á háspennubúnaði hjá Norðuráli. Þar af leiðandi fékk ég brennandi áhuga á verkferlum og Excel. Ég starfaði hjá Norðuráli til ársins 2014. Ég hef verið duglegur að halda mér við í faginu. Sótt fagnámskeið og aðra menntun sem nýtast mér í starfi. Ég hef unnið sem ráðgjafi við uppbyggingu gæða og öryggistjórnarkerfa fyrir lítill og meðalstór fyrirtæki. Áhugamál: Ég hef ofboðslega gaman af vetrarferðamennsku, ég reyni að stunda skíðamennsku og vélsleðaskstur þegar veður og tíð leyfa. Hestamennska og Crossfit eru áhugamál sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

bottom of page