top of page

Um þjónustuna

Allar vogir sem notaðar eru í viðskiptum þurfa að vera löggiltar.
Löggilding ehf hefur leyfi frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun til að löggilda vogir. Á það við um allar vogir sem vigta tiltekið magn í kílóum (grömmum). Samanber reglugerð 254/2009
Löggilding ehf starfar samkvæmt staðlinum ISO 9001 og ISO EN 17025.
Löggilding ehf sinnir löggildingum á vogum um allt land. Lögð er áhersla á góða þjónustu á sangjörnu verði. 
Löggilding ehf getur gert þjónustusamninga ef þess er óskað sem fela í sér að löggildingu sé viðhaldið í samræmi við opinberar kröfur. Einu sinni á ári eða annað hvert ár er komið til að löggilda vogir eftir þjónustusamningi.  Á það við um allar þær vogir sem tilgreindar eru í þeim þjónustusamningi sem í gildi er við viðkomandi fyrirtæki.
Heimsóknir eru ákveðnar í samráði við eiganda/umráðaaðila vogar. Vogir eru löggiltar samkvæmt aðferðum sem uppfylla kröfur reglugerðar.
Löggilding ehf sér um að tilkynna um gilda löggildingu inn til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar inn á sérstakt vefsvæði. Löggilding ehf skilar svo inn til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar sérstöku löggildingargjaldi sem innheimt er jafnframt þjónustugjaldi.
Löggildingargjald er samkvæmt verðskrá.
Þjónustugjald er samkvæmt verðskrá nema um annað sé sérstaklega samið. Hægt er að hafa samband og óska eftir þjónustu í gegnum netfang, loggilda@loggilda.is inn á þjónustugátt vefsíðu eða í símanúmer.

Fyrirspurnir vegna reikninga berist í netfangið reikningar@loggilda.is

Metal Tubes
MARI-150-R-angle_png.png
SOEHNLE-Silvia-Stainless-Steel-Bowl-Mech
Weighing-scale-calibration---2017-10-06-
sd10.png
bottom of page